9. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:08
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 17:48.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) 16. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 15:00
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 132. mál - almenn hegningarlög Kl. 15:10
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 223. mál - framsal sakamanna og önnur aðstoð í sakamálum Kl. 15:15
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Hildi Sunnu Pálmadóttur og Rögnu Bjarnadóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 205. mál - þinglýsingalög Kl. 15:25
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Guðmund Bjarna Ragnarsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 15:33-15:45.

6) 11. mál - barnalög Kl. 15:45
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Svanhildi Þorbjörnsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 204. mál - barnalög Kl. 16:25
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Svanhildi Þorbjörnsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 16:50-16:55.

8) 161. mál - mannanöfn Kl. 16:55
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, Fanneyju Óskarsdóttur og Skúla Guðmundsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

9) 95. mál - skaðabótalög Kl. 17:50
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Ákvörðun um framsögumann málsins var frestað.

10) Önnur mál Kl. 17:51
Nefndin ræddi störf nefndarinnar og fyrirkomulag næstu funda.

Fundi slitið kl. 18:00